19th Ave New York, NY 95822, USA

NOCCO KYNNIR #HÖLDUMÁFRAM

#HÖLDUMÁFRAM er herferð hjá okkur í NOCCO sem snýr að því að hvetja fólk til þess að halda áfram að gera það sem það gerir þrátt fyrir breyttar aðstæður.

#HÖLDUMÁFRAM er herferð hjá okkur í NOCCO sem snýr að því að hvetja fólk til þess að halda áfram að gera það sem það gerir þrátt fyrir breyttar aðstæður. Höldum áfram að hugsa um líkamlega og andlega heilsu hvort sem það er að taka æfingu, fara í göngutúr, hugleiða eða hvað sem er sem skiptir okkur máli. En í þetta skiptið þurfum við að gera það heima.

Þungamiðjan í þessari herferð eru myndbönd sem sýna íþróttafólk og þjálfara fara yfir sniðugar æfingar til að gera heima eða í nær umhverfinu. Þættirnir verða 10 og verða þeir frumsýndir alla virka morgna í Bítinu á Stöð 2 frá og með morgundeginum (30. mars). Þættirnir fara svo inná Vísi sem og samfélagsmiðla NOCCO.

Meðfram þessum þáttum munum við keyra á keppnir, minni herferðir og allskonar útfærslur sem eiga að hvetja fólk til þess að HALDA ÁFRAM og hugsa um sig. Þetta verður gert með öllu því frábæra íþróttafólki sem við störfum með og munum við búa til keðjur á samfélagsmiðlunum þar sem fólk hvetur hvort annað til að virkja sig á hvaða hátt sem er.

#HÖLDUMÁFRAM er myllumerkið sem við notum svo fólk geti sýnt frá því sem það er að gera, um leið skorað á aðra og hvatt vini til að gera slíkt hið sama.

Höldum áfram að hugsa um okkur því ef líkamleg og andleg heilsa skiptir einhvern tímann máli þá er það núna. Ekki bara fyrir okkur sjálf heldur samfélagið í heild. #HÖLDUMÁFRAM að gera þetta saman – heima.

Leave a comment