YOSA – NÝTT VÖRUMERKI!

Við kynnum með stolti nýtt vörumerki, Yosa. Yosa er finnskt vörumerki sem hefur verið til í yfir 20 ár. Finnar hafa verið lengi þekktir sem sérfræðingar þegar kemur að hafraframleiðslu en það er eimmit það sem gerir Yosa að svo frábæru vörumerki.
yosa.vorumerki.page

Við kynnum með stolti nýtt vörumerki, Yosa. Yosa er finnskt vörumerki sem hefur verið til í yfir 20 ár. Finnar hafa verið lengi þekktir sem sérfræðingar þegar kemur að hafraframleiðslu en það er eimmit það sem gerir Yosa að svo frábæru vörumerki. Allar vörurnar eru unnar úr höfrum, innihalda engar mjólkurafurðir, laktósa né soja eða hnetur.

“Við finnum fyrir sterkri eftirspurn á markaðnum í þessum vöruflokki og við viljum mæta þeirri eftirspurn með komu Yosa. Við höfum mikla trú á þessu vörumerki enda er sagan þeirra undraverð og baklandið sterkt. Neytendur gera sífellt meiri kröfur á gæði, hollustu og síðast en ekki síst ábyrga framleiðslu. Yosa mætir öllum þessum skilyrðum og gott betur. Varan er í hæsta gæðaflokk, umbúðirnar ávallt eins umhverfisvænar og hægt er og vörumerkið í heild spennandi. Við komum til með að byrja með lítið úrval en stækka það jafnt og þétt í takt við eftirspurnina” segir Arnar Freyr, Markaðsstjóri Core.

Yosa vörurnar eru lentar í verslunum Bónus og Hagkaupa. Í dag samanstendur úrvalið af haframjólk, grísku jógúrti, matreiðslurjóma, jógúrti, creme fraiche og smurosti. Vörurnar eru framleiddar í Finnlandi en finnskir hafrar eru taldir þeir bestu sem völ er á.

En hvað eru hafrar?
Hafrar hafa marga næringarlega ávinninga: innihalda leysanlega og óleysanlega trefja, litla sem enga fitu sem er mest öll mettuð og eru náttúruleg uppsretta af hágæða prótíni. Hafrar geta einnig haft jákvæð áhrif á blóðsykur og lækkandi kólestrol. Í höfrum finnur þú einnig beta glucan en það efni hefur fjórar samþykktar heilsufullyrðingar af EFSA. Hafrar eru lágir í kaloríum og staldra lengur við í maganum þannig þú ert saddari lengur. Þeir geta einnig dregið úr líkum á sykursýki II.

Leave a comment