Afrekssjóður NOCCO 2020

Við leggjum ríka áherslu á samvinnu og stuðning við íslenskt afreksfólk í íþróttum. Það er okkur hjartans mál að standa við bakið á einstaklingum sem vilja ná langt í sinni grein og komast í fremstu röð.
Afrekssjodur
Copy of nocco 2020-06-30_HHH07892_FULLRES90 (1)

Afrekssjóður Nocco er nýtt verkefni hjá okkur sem fór af stað í ár. Verkefnið er liður í vegferð okkar að styðja við bakið á íslensku afreksfólki í íþróttum. Við leggjum ríka áherslu á samvinnu og stuðning við íslenskt afreksfólk í íþróttum. Það er okkur hjartans mál að standa við bakið á einstaklingum sem vilja ná langt í sinni grein og komast í fremstu röð.

Við höfum valið 4 aðila sem hljóta styrk úr Afrekssjóði Nocco. Sá aðili sem fékk flest stig og fær stærsta styrkin að andvirði 250.000 króna er skíðamaðurinn Sturla Snær Snorrason. Í öðru sæti var kylfingurinn Axel Bóasson en hann fær 150.000 krónur. Í þriðja sæti var fimleikakonan Kolbrún Þöll Þorradóttir og í því fjórða var lyftingakonan Birta Líf Þórarinsdóttir en þær fá báðar 50.000 króna styrk.

Þetta er í fyrsta sinn sem við veitum styrki úr Afrekssjóði Nocco. Sjóðurinn mun í framhaldi veita styrki 2x á ári og stefnt er að því að stækka sjóðinn jafnt og þétt á komandi árum. Næsta úthlutun verður í apríl 2021.

Við styðjum íslenskt afreksfólk!
// Team NOCCO

Leave a comment