stefna / gildi / umræða
Fróðleikur
Hér gefur að lýta á okkar gildi sem rekstraraðili, stefnur í samfélags- og umhverfismálum og ýmis önnur umræðuefni er varða okkar starfsemi.

Core ehf. var stofnað um hugmyndina að bjóða Íslendingum heilnæmar vörur á besta mögulega verði. Það þýðir að Core selur ekki vörur þar sem stundaðar eru málamiðlanir með hráefni. Til þess að þetta gangi til lengri tíma leggjum við áherslu á gagnsæi í upplýsingagjöf og hreinskilni gagnvart viðskiptavinum og vöruframboði. Við skorumst ekki undan ábyrgð og höfum farið á undan með góðu fordæmi því við vitum að heilnæmi er ekki aðeins skynsamlegur lífsstíll heldur grunnur að góðum viðskiptum. Við reynum ávallt að standa okkur betur en lagareglur og siðferðisviðmið gera ráð fyrir. Það er okkur og þér í hag.

Nocco er einn helsti styrktaraðili afreksfólks á Íslandi og við leggjum mikið upp úr nánu samstarfi við okkar fólk og styðjum það til góðra verka. Við leitum að afreksfólki sem eru góðar fyrirmyndir og við leggjum áherslu á að samstarf okkar við afreksfólk sé alltaf til fyrirmyndar.

Core er vinsæll vinnustaður þar sem liðsheildin skiptir máli. Við sköpum góð og eftirsóknarverð störf.

Heilnæmi: Fyrir Core skiptir mestu að viðskiptavinurinn og neytendur séu í fyrsta sæti og fólk hafi hag, gagn og ánægju af því að skipta við okkur. Starfshættir endurspegla vörurnar sem við bjóðum – þeir eru heilnæmir.

Jákvæðni: Við erum jákvætt fólk og það ríkir gleði á vinnustaðnum sem smitar út frá sér.

Áræðni: Við erum framsækin og áræðin enda hefði Core aldrei orðið til annars. Framsæknin lýsir sér í því að við leitum sífellt að heilnæmum vörum og leggjum okkur fram um að tileinka okkur heilnæmari starfshætti. Við viljum sjálf vera fyrirmynd. Áræðni er það að geta svo fylgt eftir því sem við ætlum okkur að gera.

Nýstárleg: Við erum opin fyrir nýjungum og forvitin um það sem við þekkjum ekki. Það skilar sér í opnum huga, fordómaleysi og meiri orku sem skilar sér í nýjungum og betri lausnum sem færi neytendum meiri gæði og lægra verð.

Core gæti ekki lagt áherslu á heilnæmar vörur og heiðarlega markaðssetningu nema taka umhverfismál alvarlega. Við trúum því að við verðum að skilja betur við umhverfi okkar en við komum að því. Þetta er skylda okkar vegna þeirra kynslóða sem koma á eftir okkur. Þetta er líka skylda okkar gagnvart flóru og fánu heimsins.

Við kolefnisjöfnum því alla framleiðslu og alla flutninga. Við leitumst líka við að lágmarka áhrif okkar á umhverfið en það er stöðug vinna og endalaus yfirferð þar sem við getum alltaf bætt okkur.

Við erum meðvituð um að sóun er synd. Við reynum því eftir fremsta megni að flokka og endurvinna allar umbúðir og matvæli. Við flokkum í lífrænt, plast, pappír, pappa, skilagjaldsumbúðir og málma. Við látum ekki okkar eftir liggja.

Bílstjórar okkar gæta þess að taka tillit til umhverfisins eins og hægt er á flutningabílum okkar.

Auglýsingaefni frá Core er alltaf vel merkt sem auglýsing og því er aldrei beint að börnum eða unglingum. Auglýsingaefni Core verður smátt og smátt aðgengilegt hér á vefnum svo afreksfólk, foreldrar, skólayfirvöld, heilbrigðisyfirvöld og aðrir ábyrgir neytendur geti sjálfir séð okkar heiðarlegu auglýsingar. Við forðumst í hvívetna að höfða til barna með litum, tónlist eða texta. Við höldum okkur við staðreyndir, tölum ekki undir rós og þiggjum gagnrýni því hún er best til að halda okkur á tánum.

Neðst á síðunni finnur þú svar okkar við háværri umræðu um koffín og neyslu orkudrykkja meðal almennings. Einnig er hægt að skoða skýrslu sem unnin var af Nocco Svíþjóð er varðar neyslu og aðgengi barna að orkudrykkjum í Svíþjóð.

0
Stór fjölskylda
0
Starfsmenn
0
Vatnsglös
0
Ár í viðskiptum
skýrsla og svar
koffín umræða
Vegna háværarr umræðu um koffín og neikvæð áhrif á neyslu orkudrykkja í fjölmiðlum og samfélaginu almennt undanfarna mánuði höfum við tekið saman það helsta frá okkar sjónarhorni.

Vegna umræðu um orkudrykki hér á landi undanfarin misseri hefur Core tekið það helsta saman sem Nocco hefur látið frá sér fara vegna þeirrar umræðu í Svíþjóð. Margt af þessu á vel við á Íslandi og sýnir afstöðu Nocco til lýðheilsumála en þar gengur fyrirtækið lengra en keppinautarnir. Og það gerum við að sjálfsögðu á Íslandi líka. Það er ósk Core að hagaðilar beini til okkar fyrirspurnum og óskum sem við munum reyna að svara eftir bestu getu. Á sama tíma deilum við eftirfarandi upplýsingum með öllum þeim sem hafa áhuga til að hjálpa við að greina á milli vel ígrundaðrar gagnrýni og fordóma eða misskilnings.

Árið 2018 var Matvælastofnun Svíþjóðar fengin til þess af sænsku ríkisstjórninni til að kanna hvort þörf væri á því að takmarka koffínneyslu barna og aðgengi þeirra að orkudrykkjum.

Það sem kemur fram í hlekknum hér að neðan er samantekt á upplýsingum frá sænska drykkjarvöruframleiðandanum Nocco og afstaða fyrirtækisins til niðurstöðu Matvælastofnunar Svíþjóðar. Staðreyndum er deilt í þeim tilgang að fólk geti greint á milli vel ígrundaðrar gagnrýni og fordóma.

Viðskiptavinir Nocco eru fullorðið fólk sem ástundar virkan lífsstíl og vill drykk með virkni sem er líka sykurlaus. Margar gerðir af Nocco innihalda koffín, en Nocco framleiðir einnig margar koffínlausar tegundir.

Börn ættu ekki að neyta Nocco. Þetta kemur skýrt fram í auglýsingum frá Nocco og í öllum samskiptum okkar við viðskiptavini, stofnanir og aðra hagaðila. Við erum fylgjandi reglum sem takmarka aðgengi barna að orkudrykkjum.

Matvælastofnun Svíþjóðar kemst að þeirri niðurstöðu að engin þekkt áhætta fylgi hóflegri neyslu koffíns og að það séu ekki til nein skráð alvarleg tilfelli af koffíneitrun í Svíþjóð sem tengist neyslu orkudrykkja.