Froosh – nýtt útlit!

Vörumerkið okkar Froosh hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga. Um er að ræða heildar uppfærslu á vörumerkinu, umbúðunum og markaðsefni. Eftir 12 ár í upprunalega útlitinu er kominn tími á nýja og ferskari uppfærslu.

Froosh er þekkt vörumerki meðal Íslendinga enda hefur varan verið ein sú vinsælasta sinnar tegundar í fjölda ára.
Froosh er hágæða ávaxta smoothie sem inniheldur einungis ávexti og aldrei aukaefni, rotvarnarefni eða viðbættan sykur.
Froosh leggur mikið upp úr að umbúðirnar séu umhverfisvænar en á sama tíma tryggi hámarks ferskleika fyrir innihaldið.
Froosh notar þessvegna gler og pappa í stað plasts. Þetta tryggir aukinn ferskleika og hindrar að óæskileg efni komist í tæri við innihaldið líkt og í plastumbúðum.

Nýja útlitið sameinar hágæða innihald og ferskleika.
Við vonum að nýja útlitið slái í gegn hjá þér eins og hjá okkur 😊 Nýtt útlit, sama góða froosh!

Recent Posts