#HÖLDUMÁFRAM er herferð hjá okkur í NOCCO sem snýr að því að hvetja fólk til að halda áfram að gera það sem það gerir þrátt fyrir breyttar aðstæður. Höldum áfram að hugsa um líkamlega og andlega heilsu hvort sem það er að taka æfingu, fara í göngutúr, hugleiða eða hvað sem er sem skiptir okkur máli. #HÖLDUMÁFRAM að gera þetta saman – heima.

Heimaæfingar

Næstu daga og vikur munum við birta nýtt efni sem við unnum með okkar fremsta íþróttafólki. Um er að ræða myndbönd þar sem okkar fólk fer yfir alls kyns æfingar sem þú getur gert heima eða í þínu nær umhverfi. Allt frá auðveldum yfir í flóknari útfærslur svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Fylgstu með okkur á Instagram @noccoiceland en þar munum verða í 5. gír næstu vikurnar með nýtt efni fyrir þig á hverjum degi!

Þættirnir eru unnir í samstarfi við Sportvörur og WorldClass.

Þáttur 7 – Martin Hermanns

#HÖLDUMÁFRAM er myllumerkið sem við notum svo fólk geti sýnt frá því sem það er að gera, um leið skorað á aðra og hvatt vini til að gera slíkt hið sama.