Nocco 2017

2017 hefur verið stórkostlegt ár fyrir Nocco! Í ársbyrjun voru aðeins 4 tegundir á markaði: Peru, Ferskju, Berja og koffínlaus Sítrónu. Á árinu litu nokkrar nýjar bragðtegundir dagsins ljós. Tropical kom með offorsi síðasta sumar og seldist upp ítrekað. Hann hefur heldur betur fest sig í sessi hjá þjóðinni. Sítrónu kom skammt á eftir og náði miklum vinsældum og varð annar vinsælasti Nocco-inn á eftir Tropical. Einnig komum við með nýja vöru, Twenty, en það er algjör nýjung á Íslandi. Við byrjuðum svo jólavertíðina með komu Sveinka þann 24. október. Sveinki fékk gríðarlega athygli og seldist fljótt upp en kom svo aftur til byggða í desember. Við höfum einnig staðið við bakið á ýmsum aðilum á árinu, flottu íþróttafólki og öðrum samstarfsaðilum sem við erum gríðarlega stolt af. Við viljum þakka ykkur fyrir rosalegt ár ❤️ ef þið haldið að 2017 hafi verið stórt – gerið ykkur þá tilbúin fyrir 2018

Recent Posts