NOCCO PASSION

NOCCO byrjar árið með útgáfu á glænýju bragði – NOCCO Passion.  Í þetta skipti horfir NOCCO til allra þeirra íþróttamanna sem hafa tileinkað sér metnað og náð árangri. Innblástur nýja bragðsins kemur frá íþróttum, dugnaði og vinnu þar sem bragð ástaraldins (e. Passionfruit) spilar lykilhlutverk. NOCCO BCAA Passion er sykurlaus, inniheldur koffín og 3000 mg af BCAA.

NOCCO vörumerkið hefur lengi verið kennt við heilsu og íþróttir þar sem styrkur íþróttamanna, bæði andlegur og líkamlegur skiptir miklu máli. Passion NOCCO hvetur hugann til þess að setja sér markmið og vinna hart að því að ná þeim – hver er þín ástríða?

–  Eins og nafnið gefur til kynna táknar Passion NOCCO ástríðu okkar fyrir íþróttum. Hann er fullkominn fyrir erfiðar æfingar og áskoranir sem fylgja nýju ári. Við stefnum hátt og æfum meira, hraðar og betur til að ná okkar markmiðum með ástríðu að vopni, “ segir Arnar Freyr, Markaðsstjóri NOCCO.

Til viðbótar við BCAA (3000 mg) inniheldur Passion NOCCO grænt te extract, koffín og sex mismunandi tegundir af vítamínum. Eins og allir aðrir Nocco drykkir er hann sykurlaus. NOCCO Passion er kominn í verslanir og sölustaði um allt land.

HVAÐ ER ÞITT PASSION?

Recent Posts