MOJU er stærsti framleiðandi heilsuskota á breskum markaði. Markmið MOJU er að framleiða kraftmiklar og gæðalegar vörur sem innihalda eingöngu hrein og náttúruleg innihaldsefni og eru án viðbætts sykurs og annarra aukaefna. Heilsuskotin frá MOJU eru einfaldlega laus við allan óþarfa.


Við vitum að tilbúin bragðefni og manngerð hráefni hafa aldrei verið fyrirferðarmeiri á matvælamarkaði. Okkar stærsta verkefni er að snúa þeirri þróun við. Þess vegna eru náttúruleg innihaldsefni grunnstoð í allri starfsemi MOJU. Við kappkostum að framleiða hreinar vörur sem innihalda eingöngu náttúrulegar afurðir. Þetta á ekki síður við um umbúðirnar okkar sem eru endurvinnanlegar og að stórum hluta búnar til úr endurnýttum hráefnum.

moju skot


60 ml
3 tegundir
MOJU Ginger 60ml
MOJU Turmerik 60ml
MOJU D-Vítamín 60ml

fæst í verslunum bónus

ENGIFER SKOT

Engiferskotið inniheldur 17,2 g af ferskpressaðri engiferrót. Engifer er ríkt af andoxunarefnum og hefur styrkjandi áhrif á meltingarveginn. Það eykur blóðflæði og dregur úr bólgum. Þannig getur engifer til dæmis unnið á vöðvabólgu og liðverkjum.

TÚRMERIK SKOT

Túrmerikskotið inniheldur 16,3 g af ferskpressaðri túrmerikrót. Það inniheldur einnig svartan pipar sem magnar áhrif túrmeriksins. Túrmerik örvar blóðflæði og getur þannig dregið úr bólgum. Það hefur jafnframt hreinsandi áhrif, er bakteríudrepandi og getur haft góða verkun á húðina.

D-VÍTAMÍN SKOT

Við vitum vel að upp til hópa þurfa Íslendingar meira D-vítamín. D-vítamínskotið er stútfullt af D-vítamíni sem er unnið úr sjávarþangi. Þangið dregur í sig sólargeisla og fangar bæði vítamín og næringarefni. D-vítamínskotið inniheldur einnig styrkjandi engifer og hreinsandi túrmerik — fullkomin blanda virkra náttúruefna sem efla og styrkja kroppinn.

Algengar spurningar

Við notum þrýstipressu sem hægt og rólega beitir þúsund kílóa þrýsting til að ná sem mestu magni af safa úr ferskum afurðum. Það er tímafrekara en að nota helling af gerilsneyddu þykkni sem dæmi, en okkur finnst þetta þess virði enda meiri gæði og betri afurð.

Háþrýstivinnsla (HPP e. High Pressure Processing) gerir okkur kleift að auka geymsluþol vörunnar og forðast matarsóun, án þess að bæta við aukefnum eða rotvarnarefnum. Eftir að við töppum á flöskurnar og innsiglum þær fara þær í HHP vél. Þar beitum við köldum vatnsþrýsting sem setur flöskurnar undir gífurlegan þrýsting. Þetta ferli gerir það að verkum að bakteríur í vörunni myndast síðar sem lengir líftíma vörunnar og viðheldur gagnlegum næringarefnum og ensímum.

Já skotin okkar þurfa að vera geymd í kæli frá 0-5°C.

Já, það er í góðu lagi þökk sé HPP framleiðsluaðferðinni okkar.

Skotin duga í 48 tíma eftir opnun.

Aldrei! Skotin okkar innihalda einungis náttúrulegan sykur úr plöntum.

Nei langt því frá! Við notum engin rotvarnar- eða gerviefni.

Heldur betur! Allar okkar vörur eru vegan. Við trúum að mátt náttúrunnar og jákvæðu áhrifin sem hún hefur á okkar daglega líf. Við sækjum kraftinn okkar í náttúrunna.