NOCCO er sykurlaus virknisdrykkur sem inniheldur BCAA og vítamín. Hann kemur annaðhvort með eða án koffíns. NOCCO kemur í fjölmörgum bragðtegundum og allar eru þær að sjálfsögðu vegan!
NOCCO fæst í öllum helstu verslunum um land allt.
NOCCO BCAA
105 mg koffín
9 bragðtegundir
NOCCO BCAA+
koffínlaus
2 bragðtegundir
NOCCO focus
105mg koffín
2 bragðtegundir
NOCCO 180mg
180mg koffín
4 bragðtegundir
NOCCO er vörumerki frá Sænska fyrirtækinu No Carbs Company – íþróttamiðað fyrirtæki sem einblínir á heilbrigðan lífstíl.
BCAA stendur fyrir Branched Chain Amino Acids. BCAA eru þrjár mikilvægar amínósýrur, leucine, valine og isoleucine. Þetta eru amínósýrur sem mannslíkaminn getur ekki framleitt sjálfur og þarf því að nálgast með inntöku.
Ein dós af Nocco inniheldur 5 mismunandi týpur af B-Vítamíni: fólinsýra, níasín, bíótín, B6 og B12. Fólinsýra, níasín, B6 og B12 draga úr þreytu og örmögnun. Bíótín, níasín, B6 og B12 stuðla að náttúrulegum efnaskiptum. Auð auki inniheldur NOCCO BCAA D-Vítamín sem stuðlar að eðlilegri vöðvavirkni.
NOCCO kemur í þremur mismunandi tegundum: 105mg af koffíni, 180mg og koffínlaus.
NOCCO BCAA er ekki æskilegur fyrir börn, barnshafandi konur eða konur með barn á brjósti.
NOCCO sem inniheldur 105mg af koffíni er ekki ætlaður börnum yngri en 15 ára.
NOCCO sem inniheldur 180mg af koffíni er ekki ætlaður einstaklingum yngri en 18 ára.
Prótein er gert úr 20 amínósýrum. 9 af þeim eru nauðsynlegar – líkaminn okkar getur ekki framleitt þær svo við verðum að fá þær í gegnum fæðuna.
Öll hreyfing eykur prótínþörf vöðvanna og mjög erfiðar æfingar valda einnig vöðvaniðurbroti. Vegna þessa þarf líkaminn á próteini að halda til að viðhalda eðlilegri vöðvastarfsemi við miklar æfingar.
Við ráðleggjum hámarks neyslu 2 dósir á dag.