UM OKKUR

core-logo-02

Árið 1999 stofnaði ungt og atorkusamt par heildsölu fyrir innflutning á fæðubótamerkinu Natures Best. Fyrirtækið sleit barnsskónum í litlu húsnæði í Ármúlanum en síðan árið 1999 hefur fyrirtækið vaxið og dafnað með hverju árinu. Í dag erum við til húsa að Víkurhvarfi 1 í Kópavogi og starfsmannafjöldinn hefur vaxið og vörumerkjunum fjölgað.

Markmið fyrirtækisins hefur alltaf verið það sama: Að bjóða hágæðavörur á eins lágu verði og mögulegt er. Í dag flytjum við inn vörur frá 9 vörumerkjum eða Nocco, Froosh, Barebells, Candy People, Zinq, Vitamin Well, PopCorners, Yosa, Simply og QNT. Veðjaðu á gæði og kynntu þér vörumerkin okkar betur hér á vefnum.