Fara á efnissvæði
Karfan þín
0

Vitamin Well

Vítamínbætt vatn

Vitamin Well drykkirnir eru nú loks fáanlegir í íslenskum verslunum. Þessir vinsælu sænsku drykkir sameina hollustu, gott bragð og lífsnauðsynleg bætiefni sem allir þurfa að neyta.

Vitamin Well drykkirnir eru vítamínbætt vatn ásamt því að þeir innihalda ríkulegt magn af steinefnum. Þeir eru hollari, sykurminni og bragðbetri valmöguleiki sem virkilega hjálpa þér að svala þorstanum.

Drykkirnir eru þróaðir í samstarfi við sérfræðinga í efnaskiptum með það að markmiði að virkni þeirra sé sem mest.

Vitamin Well Elevate

Elevate er með léttu ananas- og jarðarberjabragði. Elevate inniheldur B12-vítamín, fólínsýru og magnesíum sem allt hjálpar til við vinna gegn þreytu og örmögnun. Drykkurinn inniheldur einnig sink sem styður við daglega virkni ónæmiskerfisins. Magnesíum styður svo einnig við heilbrigða vöðvavirkni.

Vitamin Well Antioxidant

Antioxidant bragðast eins og sumarferskjur Miðjarðarhafsins og inniheldur C- og E-vítamín sem bæði eru öflug andoxunarefni. Að auki eru í drykknum seleníum, mangan, kopar og sink sem stuðla að því að verja frumur okkar gegn sindurefnum úr umhverfinu.

Vitamin Well Reload

Reload er með svalandi sítrónu- og límónubragði. Reload inniheldur magnesíum sem stuðlar að jafnvægi rafvaka (e. electrolytes) í líkamanum. Einnig inniheldur drykkurinn bíótín og B12 sem stuðla að eðlilegum efnaskiptum. Svo er einnig D-vítamín í Reload sem líkaminn framleiðir náttúrulega í sól, en skortir alla jafna þegar dimma tekur.

Vitamin Well Boost

Boost er eins og sænskt síðsumar með bláberja- og hindberjabragði. Það inniheldur sink og seleníum sem bæði styðja við daglega virkni ónæmiskerfisins. Sinkið stuðlar einnig að beinheilsu og eðlilegum efnaskiptum á fitusýrum, kolvetnum og prótínum. C-vítamín er öflugt andoxunarefni sem getur minnkað þreytu og einnig aukið upptöku járns.