NOCCO
NOCCO er sykurlaus virknisdrykkur sem inniheldur BCAA og vítamín. Hann kemur annað hvort með eða án koffíns. NOCCO kemur í fjölmörgum bragðtegundum og allar eru þær að sjálfsgöðu vegan!
Froosh
Froosh er 100 % fyrsta flokks ávextir án allra aukaefna. Við stöppum, kreystum og blöndum fullt af hágæða ávöxtum. Við munum aldrei nota þykkni, bæta við sykri eða nota rotvarnarefni. Í rauninni bætum við engu við – froosh er 100% ávextir og ekkert annað.
GoOD & HONEST

Good & Honest er algjörlega einstakt vörumerki. Eins og með önnur merki hjá okkur þá er hollustan alltaf í fyrirrúmi. Good & Honest er loftpoppað og því aldrei djúpsteikt eins og svo margar snakktegundir. Það er glútenlaust og inniheldur aðeins náttúruleg hráefni. Good & Honest er hollari kostur í snakki og tilvalið þegar þú vilt eitthvað gott en samt holt, því innihaldið skiptir máli. Good & Honest fæst í Hagkaup og Bónus.

Barebells
Við trúum á skemmtilegt mataræði og heilbrigðan lífstíl. Þess vegna bjóðum við upp á allan skalann af prótínbættum vörum – og hver er annarri betri. Dauðlangar þig ekki í eitthvað sætt?
Barebells prótínbætt snarl er alvöru góðgæti fyrir hvern þann sem verður að slá á sykurþörfina – en þolir ekki samviskubitið sem fylgir sykuráti. Merkinu var komið á laggirnar árið 2016 og við bjóðum uppá úrval prótínbættra valmöguleika en aldrei þarf bragðið að líða fyrir hollustuna. Vertu því ekki smeyk(ur), seðjaðu þrána!
ZINQ
ZINQ er nýtt vörumerki frá frændum okkar í Svíþjóð. Um er að ræða tyggjó sem inniheldur steinefnið Sink. ZINQ er sykurlaust, kemur í þremur bragðtegundum og ræðst á óþarfa bakteríur í munni sem valda andremmu.
YOSA
Yosa er finnskt vörumerki sem hefur verið til í yfir 20 ár. Finnar hafa verið lengi þekktir sem sérfræðingar þegar kemur að hafraframleiðslu en það er eimmit það sem gerir Yosa að svo frábæru vörumerki. Allar vörurnar eru unnar úr höfrum, innihalda engar mjólkurafurðir, laktósa né soja eða hnetur.
CANDY people
Candy People er samheitavörumerki fyrir sænskt nammi framleitt af Candy People AB. Fyrirtækið var stofnað í Malmö árið 1982 og hefur síðan þá vaxið gífurlega, bæði innan Svíþjóðar sem og á öðrum mörkuðum.
MACACOS
Macacos er sænskt vörumerki sem á rætur að rekja til Brasilíu en fyrirtækið er stofnað af brasilískri fjölskyldu sem vill koma undra ávextinum Acaí á framfæri í hinum vestræna heimi. Acaí ber er eimmit undirstaðan í öllum vörum Macacos. Acaí ber koma frá Amazon regnskóginum og hafa verið lofsömuð um víða veröld eimmit vegna þess hve heilsueflandi þau eru. Þú finnur Macacos vörurnar í næstu verslun!
QNT
QNT er rótgróið vörumerki frá Belgíu en það sérhæfir sig í hágæða fæðurbótefnum og hafa verið með okkur frá stofnun Core árið 1999. Í dag seljum við aðallega prótín og hægt er að nálgat QNT vörurnar í verslunum Bónus og Hagkup.